Lögfræðiþjónusta

Landslög

Við erum stolt af sögu Landslaga sem spannar hátt í fimm áratugi. Á þeim tíma hafa einstaklingar, opinberar stofnanir og stór og smá fyrirtæki leitað liðsinnis okkar. Markmið Landslaga hefur ávallt verið hið sama – að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks ráðgjöf og þjónustu.
Landslög nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar, meðal annars af hálfu gæðaeftirlits
Chambers and Partners og Legal 500, þar sem hæfni stofunnar og einstaka
starfsmanna er staðfest.
Landslog_Myndaval-13
Starfssvið

Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.

Landslog_Myndaval-1-1024x662
Um Landslög

Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.

_A8A6460-Edit
Hafa samband

Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.

Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.

Fréttir

Stefnumarkandi dómur um brot á höfundarrétti

birt 11. nóvember 2024

Með dómi Landsréttar 10. október sl. var fallist á kröfu arkitektastofu (P) og eiganda hennar um skaða- og miskabætur úr hendi annarrar arkitektastofu (U) vegna brota þeirrar síðarnefndu á höfundarrétti þeirra fyrrnefndu. Höfundalagabrotin fólust í þeirri háttsemi U að birta í heimildarleysi á vefsíðu sinni og Facebook-síðu ljósmyndir af hlutum ...

Svikapóstur í nafni Landslaga

birt 18. október 2024
Töluverður fjöldi fólks hefur haft samband við skrifstofu Landslaga að undanförnu vegna tölvupósts eins og ...

Grein um ráðstöfun sakarefnis

birt 20. september 2024

Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur ritað grein í Tímarit lögfræðinga um ráðstöfun sakarefnis samkvæmt 45. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Inntak 45. gr. laganna er nokkuð algengt þrætuepli fyrir dómstólum en hefur þrátt fyrir það ekki orðið viðfangsefni í skrifum íslenskra fræðimanna svo nokkru nemi, ef ...

Starfsfólk

Aðstoðarmaður lögmanna / Innheimtufulltrúi

Aðstoðarmaður lögmanna

Yfirgripsmikil þekking og reynsla.

Sterk liðsheild síðan 1971