Sumir málaflokkar hafa orðið fyrirferðarmeiri í starfi stofunnar og því hafa verið stofnuð um þau sérstök svið.
Öflugt lögfræðteymi Landslaga býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Sterk liðsheild hefur skilað eftirtektarverðum árangri fyrir viðskiptavini og skapað markverð fordæmi í túlkun laga.
Viljir þú kanna réttastöðu þína eða fyrirtækis þíns eða fá lögfræðilega ráðgjöf bjóðum við þér að hafa samband við okkur í síma 520-2900 eða senda tölvupóst á landslog@landslog.is.
Sérhæfðir starfsmenn okkar svara fyrirspurnum.
Landsnet hf. og Sveitarfélagið Vogar voru með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, sýknuð af kröfum nokkurra landeigenda um ógildingu framkvæmdaleyfis vegna Suðurnesjalínu II. Ívar Pálsson, lögmaður á Landslögum, hefur gætt hagsmuna Sveitarfélagsins Voga við meðferð málsins hjá sveitarfélaginu og fyrir dómstólum.
Rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi verður formlega stofnað þann 15. apríl 2025, á 95 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur. Rannsóknasetrið mun meðal annars styðjast við rannsóknir til að finna leiðir til að loka kynjabilinu, styðja við rannsóknir á sviði jafnréttis á vinnumarkaði, rýna í hvata og stuðningskerfi sem ...
Félagið Kambar byggingavörur ehf., kt. 580169-7839 („Kambar“), var úrskurðað gjaldþrota þann 2. apríl 2025. Skiptastjóri hefur ákveðið að óska eftir tilboðum í allar eignir þrotabúsins og þann rekstur sem Kambar höfðu með höndum. Óskað er eftir að áhugasamir aðilar lýsi yfir áhuga ...
Landslög nota engar vafrakökur.