Hæstiréttur hafnar beiðni um áfrýjun í máli Slayer
birt 21. janúar 2022
Með dómi Landsréttar 12. nóvember 2021 var staðfestur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist á kröfu K2 Agency Limited, umboðsfyrirtæki bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur fyrirsvarsmanni skipuleggjanda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir að spila á hátíðinni í júní 2018. Féllst Landsréttur á að í tölvupósti fyrirsvarsmannsins til K2 Agency Limited í kjölfar hátíðarinnar 2018 hefði falist loforð um greiðslu eftirstöðva þóknunar Slayer og var dómur héraðsdóms um greiðsluskyldu fyrirsvarsmannsins staðfestur. Með ákvörðun Hæstaréttar 14. janúar 2022 var hafnað beiðni fyrirsvarsmannsins um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Dómur Landsréttar er því endanlegur í málinu.
Jón Gunnar Ásbjörnsson, lögmaður á Landslögum, rak málið fyrir hönd K2 Agency.