SAMRUNI OG YFIRTÖKUR

Lögmenn Landslaga hafa mikla reynslu á sviði samruna og yfirtöku þar á meðal við kaup og sölu félaga, fyrirtækja og eigna.  Lögmenn Landslaga veita ráðgjöf um tilhögun viðskipta, framkvæma áreiðanleikakannanir og sjá um alla samningagerð og skjalavinnu í tengslum við viðskiptin.  Þá annast lögmenn Landslaga eftir þörfum allar samrunatilkynningar til samkeppnisyfirvalda og samskipti við þau.

Meðal nýlegra verkefna Landslaga má nefna ráðgjöf í eftirfarandi verkefnum:

  • fyrir Sýn hf. við sölu og endurleigu óvirkra farsímainnviða
  • fyrir Fjarskipti hf. (Vodafone) við kaup á eignum og rekstri 365 miðla hf.
  • fyrir Haga hf. við kaup á öllu hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf.
  • fyrir Haga við fyrirhuguð kaup á öllu hlutafé í Lyfju hf.
  • fyrir SMI ehf. við kaup og sölu á öllu hlutafé í Korputorgi ehf. (eigandi verslunarmiðstöðvarinnar Korputorgs)
  • fyrir FAST-1 ehf. við gerð helstu skilmála um sölu á öllu hlutafé í HTO ehf. og FAST-2 ehf. (en meðal eigna þeirra félaga eru skrifstofuturninn við Höfðatorg í Reykjavík, fjöldi fasteigna í Borgartúni o.fl.)

hrl. / LL.M / Eigandi

hrl. / LL.M / Eigandi

hrl. / LL.M / Eigandi / Fagleg umsjón