Sigurgeir Valsson hlýtur málflutningsréttindi fyrir Landsrétti
birt 20. janúar 2025
Þann 10. janúar sl. flutti Sigurgeir Valsson sitt fjórða og síðasta prófmál fyrir Landsrétti og lauk þar með prófraun til öflunar réttinda til málflutnings fyrir Landsrétti. Sigurgeir er 40 ára gamall en hann hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 2013. Landslög óska Sigurgeiri innilega til hamingju með áfangann.