Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalínu II staðfest

birt 23. apríl 2025

Landsnet hf. og Sveitarfélagið Vogar voru með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp í dag, sýknuð af kröfum nokkurra landeigenda um ógildingu framkvæmdaleyfis vegna Suðurnesjalínu II.

Ívar Pálsson, lögmaður á Landslögum, hefur gætt hagsmuna Sveitarfélagsins Voga við meðferð málsins hjá sveitarfélaginu og fyrir dómstólum.