Landslög óska viðskiptavinum sínum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samstarfið á liðnu ári. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá okkur á Landslögum. Á persónulegum nótum hefur starfsfólk nært andann með hinum ýmsu uppákomum sem tengdust t.a.m. golf- og sundiðkun, veiðiferðum, hljóðfæraleik og bóklestri. Vikulegt jóga er á...

Hinn 11. nóvember sl. féll dómur í Landsrétti í launadeilu íslensks landsliðsmanns í körfuknattleik gegn fyrrverandi félagsliði sínu. Héraðsdómur hafði dæmt félagið til að greiða leikmanninum svo gott sem alla kröfu hans, eða fjárhæð kr. 3.783.056 með nánar tilteknum dráttarvöxtum, auk kr. 1.400.000 í málskostnað....

Í júní síðastliðnum dæmdi Hæstiréttur í máli umbjóðanda Landslaga í ágreiningi við vátryggingarfélag um hvort félaginu væri heimilt að halda eftir brunabótum sem jafngiltu hlutfalli virðisaukaskatts. Í stuttu máli var umbjóðandi stofunnar eigandi fasteignar sem varð eldi að bráð þann 31. maí 2017 og gjöreyðilagðist....

Rafíþróttafélagið Dusty lauk í síðustu viku við hlutafjáraukningu sem telst jafnframt vera fyrsta almenna fjármögnun félags sem helgar sig rafíþróttum á Íslandi. Rafíþróttafélagið Dusty var stofnað árið 2019 í þeim tilgangi að byggja upp atvinnulið í rafíþróttum. Stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins er Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson....

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað nýverið upp dóm þar sem kaupanda fasteignar voru dæmdar bætur úr hendi erfingja seljanda fasteignar vegna skorts á upplýsingum við sölu fasteignarinnar. Í málinu lá fyrir að kaupandi hafði ekki fengið upplýsingar um eldra matsmál og dómsmál sem húsfélagið hafði staðið í...

Alþjóðlega matsfyrirtækið Chambers & Partners rannsakar árlega gæði þeirrar þjónustu sem íslenskar lögfræðistofur veita, m.a. með því að taka viðtöl við viðskiptavini og sérfræðinga sem nýta sér þjónustu lögfræðistofanna. Nýverið birti fyrirtækið niðurstöður vegna gæðakönnunar á íslenskum lögfræðistofum sem gildir árið 2022. Þjónusta lögmanna Landslaga...