Með úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 51/2019 var vísað frá kröfum nokkurra eigenda Seljaness um ógildingu á framkvæmdaleyfi Vesturverks vegna lagfæringa á Ófeigsfjarðarvegi. Talið var að þeir ættu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta. Að auki var kröfum annarra kærenda, eigenda að Eyri,...

Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður skrifaði grein sem birtist í Viðskiptablaðinu þann 18. apríl sl. um þá mælikvarða sem notaðir eru við mat á greiðslufærni fyrirtækja, hvort og þá hvernig slíkir mælikvarðar breytist á óvissutímum og þær skuldbindingar sem hvíla á stjórnendum þegar niðurstöður um greiðslufærni...

Með dómi Héraðsdóms Reykjaness 31. mars sl. var fallist á afsláttarkröfu Eirbergs ehf. að fjárhæð um 6,8 milljónir króna, með dráttarvöxtum frá 21. ágúst 2017, á hendur vefhönnunarfyrirtækinu Kosmos og Kaos vegna galla á verki fyrirtækisins við hönnun og forritun nýs vefs Eirbergs ehf.; www.eirberg.is....

Þann 26. mars 2020 staðfesti Landsréttur frávísun Héraðsdóms Vestfjarða á dómsmáli hluta landeigenda Drangavíkur á Ströndum á hendur VesturVerki ehf. og Árneshreppi. Landeigendur höfðuðu mál gegn Vesturverki og Árneshreppi í lok sumars 2019 og kröfðust þess að framkvæmdaleyfi Vesturverks, fyrir framkvæmdum á Ófeigsfjarðarheiði vegna Hvalárvirkjunar, yrði...

Hömlur ehf., dótturfélag Landsbankans, var dæmt til að greiða húsfélagi í Hafnarfirði bætur vegna galla á gluggum fjöleignarhússins. Um tvö stór fjöleignarhús er að ræða en Hömlur leystu til sín 63 af 70 íbúðum í skuldaskilum í desember 2011. Hömlur hófu að selja íbúðir fljótlega...

Þrír lögmenn hafa gengið inn í eigendahóp Landslaga lögfræðistofu, þau Unnur Lilja Hermannsdóttir, Jón Gunnar Ásbjörnsson og Sveinbjörn Claessen. Öll hafa þau starfað um árabil á Landslögum við góðan orðstír. Með breytingunni styrkist verulega eigendahópur Landslaga. Unnur lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 en...

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið kvað þann 11. júní 2019 upp úrskurð í máli Útgerðarfélags Reykjavíkur þar sem kærð var ákvörðun Fiskistofu að svipta Kleifaberg RE-70 veiðileyfi í 12 vikur vegna meints brottkasts. Var niðurstaða ráðuneytisins að fella úr gildi ákvörðun ráðuneytisins og heimvísa hluta þess til...