birt 27. október 2014
EFTA dómstóllinn tekur í dag fyrir beiðni Hæstaréttar Íslands um ráðgefandi álit í máli WOW air gegn Isavia ohf., Samkeppniseftirlitinu og Icelandair. Málið varðar ágreining aðila um gildissvið reglna um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli.
Á Evrópska efnahagssvæðinu gilda samræmdar reglur um úthlutun á afgreiðslutíma á flugvöllum. Reglurnar mæla fyrir um hvernig flugfélögum skuli úthlutað afgreiðslutíma sem veitir flugfélagi heimild til að leggja flugvél við flugstöð á tilteknum tíma, losa og taka farþega og farangur um borð. Flugfélög sækja um afgreiðslutíma til samræmingarstjóra sem úthlutar afgreiðslutímum til flugfélaga í samræmi við reglurnar. Reglurnar sem eru hluti af EES-samningnum gilda á Keflavíkurflugvelli.
Í maí 2013 kvartaði WOW air til Samkeppniseftirlitsins sem komst að þeirri niðurstöðu að úthlutunarreglurnar væru skaðlegar samkeppni. Samkeppniseftirlitið fyrirskipaði Isavia með ákvörðun að láta samræmingarstjóra flugvallarins úthluta WOW air afgreiðslutímum alveg óháð fyrirmælum EES-reglnanna. Isavia kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem felldi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi á þeirri forsendu að samræmingarstjórinn væri sjálfstæður og ekki undir skipunarvaldi Isavia.
Í framhaldinu stefndi WOW air Isavia, Samkeppniseftirlitinu og Icelandair fyrir héraðsdóm og krafðist ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar. Undir rekstri málsins krafðist m.a. Isavia þess að leitað yrði ráðgefandi álits hjá EFTA dómstólnum um skýringu og túlkun á reglum EES-svæðisins um úthlutun afgreiðslutíma og hvort íslensk lög gætu vikið þeim til hliðar. Hæstiréttur féllst á beiðnina.
EFTA-dómstólinn ákvað að taka málið til flýtimeðferðar en þetta mun vera í fyrsta skipti sem dómstólinn beitir þeirri heimild í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Víða er fylgst með málinu en engin fordæmi munu vera fyrir því að samkeppnisyfirvöld innan Evrópu hafi gripið inn í úthlutunarreglur flugvalla á þeirri forsendu að þær séu skaðlegar samkeppni.
IATA hefur lýst yfir áhyggjum yfir þeirri stöðu gæti komið upp ef íslensk samkeppnisyfirvöld geta með ákvörðun breytt samevrópskum úhlutunarreglum sem gilda á Keflavíkurflugvelli. Telur IATA að slíkt myndi hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir flug til og frá landinu.
Hlynur Halldórsson hæstaréttarlögmaður Isavia og eigandi á Landslögum, sem rekur málið fyrir EFTA-dómstólnum, “Það eru mikilvægir hagsmunir flugfarþega að sem flest flugfélög vilji fljúga til og frá flugvöllum á Íslandi. Að flugrekendur geti treyst því að Íslandi fari eftir samræmdum reglum sem gilda á EES-svæðinu. Það mun tryggja samkeppni í sætaframboði, farmiðaverði og flugleiðum. Ef evrópsk flugfélög geta ekki gengið út frá því að sömu reglur gildi á millilandaflugvöllum á Íslandi og á öðrum flugvöllum í Evrópu, gæti það skapað ófyrirséð vandamál í farþegaflugi til og frá landinu. Forsenda þess að flugrekstur milli landa gangi snuðrulaust er að reglur og vinnuferlar milli landa séu þeir sömu.” Síðastliðið sumar flugu 20 erlend flugfélög áætlunarflug á Keflavíkurflugvöll og fyrirséð að stór flugfélög á borð við EasyJet muni sækja í sig veðrið þegar fram í sækir. Það er því raun hagur neytenda að hinum samræmdu reglum sé fylgt.
Málið fyrir EFTA-dómstólnum snýst annars vegar um það hvort innlend samkeppnisyfirvöld geti úthlutað afgreiðslutímum á grundvelli íslenskra samkeppnislaga og þannig vikið EES reglunum til hliðar og hins vegar um það hvort samræmingarstjórinn sé sjálfstæður í störfum sínum og lúti ekki boðvaldi flugvallarrekandans. “Isavia telur að félaginu sé skylt að lögum að fara eftir samræmdum Evrópskum reglum sem íslensk samkeppnislög geta ekki vikið til hliðar með stjórnvaldsákvörðun. Auk þess er samræmingarstjóri Keflavíkurflugvallar samkvæmt reglunum sjálfstæður og óháður öllum aðilum sem hafa hagsmuna að gæta af úthlutun hans, bæði flugvallarrekanda og flugfélögum. Reglurnar tryggja sjálfstæði hans til að tryggja að úthlutun eftir þeim sé hlutlaus, gagnsæ og án mismununar.”
“Fyrir Isavia snýst málið um að fá fullvissu um hvaða lagareglur gildi um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Þetta er grundvallaratriði sem varðar allt skipulag og starfsemi flugvallarins. Þetta er sömuleiðis mikilvægt fyrir öll flugfélög sem fljúga til Íslands, bæði innlend og erlend.”
Fjallað var um málið á vef RÚV síðastliðinn laugardag.A case regarding slot allocation for take-off and landings at Keflavik Airport will be heard before the EFTA Court today following a request by the the Icelandic Supreme Court for an advisory opinion on how to interpret a Council Regulation (No 95/93 of 18 January 1993) regarding allocation of slots at Community airports. The case before the national court concerns an action for annulment of a decision of 27 February 2014 by the Competition Appeals Board (Áfrýjunarnefnd samkeppnismála), whereby a decision of the Competition Authority instructing Isavia to provide to the plaintiff certain slots for take-off and landing at Keflavík International Airport for the summer schedule of 2014, was annulled.
Hlynur Halldórsson Supreme Court Attorney and partner at Landslög represents ISAVIA before the national and EFTA court. „It is of great interest for passengers that many airlines and operators are able to fly regularly to Iceland. In order to achieve that they must be able to rely on Icelandic authorities applying and enforcing common European rules on slot allocation.“
Given the circumstances the EFTA court accepted to have the case run by expedited procedure.
Landslög provied various services and represent clients before the EFTA Court. For information on Landslög’s services please contact Aslaug Arnadottir, managing director through aslaug@landslog.is or by calling +354 520-2900.