Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Fljótsdalshérað skaðabótaskyld gagnvart umbjóðanda Landslaga vegna tjóns sem hann varð fyrir við notkun líkamsræktartækis í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum árið 2010 (Mál E-114/2013). Slysið varð þegar sleði með áföstu trissuhjóli, sem færa mátti til á lóðréttri stoð, losnaði úr festingu...

Hæstiréttur hefur dæmt (Hrd. 232/2014) knattspyrnudeild U.M.F.G í Grindavík til að greiða fyrrverandi þjálfara meistaraflokks liðsins skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar á ráðningarsamningi við hann. Aðilar höfðu gert með sér ráðningarsamning til þriggja ára en samkvæmt samningnum skyldi báðum aðilum heimilt að segja upp launalið samningsins...

EFTA dómstóllinn tekur í dag fyrir beiðni Hæstaréttar Íslands um ráðgefandi álit í máli WOW air gegn Isavia ohf., Samkeppniseftirlitinu og Icelandair. Málið varðar ágreining aðila um gildissvið reglna um úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Á Evrópska efnahagssvæðinu gilda samræmdar reglur um úthlutun á afgreiðslutíma á flugvöllum....

Landslög hafa fyrir hönd Ingólfs Helgasonar sent kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna meintra brota gegn rétti hans til að velja sér verjanda. Ingólfur Helgason er fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka hf. á Íslandi sem sætir ákæru fyrir meinta markaðsmisnotkun og umboðssvik í starfi sínu ásamt 8...

EFTA-dómstóllinn kvað í dag upp dóm í máli Gunnars V. Engilbertssonar gegn Íslandsbanka, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði leitað ráðgefandi álits dómstólsins á fimm spurningum. Í dómi sínum kemst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tilskipun 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum leggi ekki almennt bann við skilmálum...

Lið Landslaga hafnaði í 19. sæti af 38 í sínum flokki í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon. Liðið bætti tima sinn frá því í fyrra og hjólaði í kringum landið á  44 tímum og 41 mínútu en í fyrra hjólaði liðið sömu leið á 45 tímum og 51...

Lið Landslaga er á góðri siglingu í hjóleiðakeppninni WOW Cyclothon. Liðshópur A hjólaði lagði af stað í gærkvöld og hjólaði norður í Varmahlið þar sem lið B tók við keflinu. Það er nú statt nálægt Mývatni og liðið er að ná markmiðum sínum. 10 manns...