Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og eigandi á Landslögum, fjallar um eigið fé banka í grein sem birtist í Viðskiptablaðinu. "Ísland á heimsmetið í bankahruni. Allt hrundi sem hrunið gat." segir í upphafi greinarinnar. "Við kynntumst öllum veikleikum nútíma bankastarfsemi. Meðal annars hefur komið í ljós að...

Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á að lagt yrði lögbann gegn innheimtu gjalds hjá gestum Geysissvæðisins sem innheimt hafði verið af hálfu einkahlutafélags í eigu hluta landeigenda á svæðinu. Lögbannskrafan var sett fram af hálfu fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins sem á hluta svæðisins. Ívar...

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, tilkynnti í gær að stofnunin hefði samþykkt tæpra fjögurra milljarða króna ríkisaðstoð til fyrirtækisins PCC BakkiSilicon hf. vegna byggingar kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík. Í tilkynningu ESA kom fram að Ríkissjóður Íslands og sveitarfélagið Norðurþing hygðust veita PCC aðstoðina í formi beins fjárstyrks...

Hæstiréttur Íslands hefur sýknað Tryggingamiðstöðina hf. af kröfu þriggja fyrrverandi stjórnenda Glitnis banka hf. um greiðslu kostnaðar úr svokallaðri stjórnendatryggingu Glitnis. Dóminn má lesa á vef Hæstaréttar og mbl.is greinir frá málinu. Kröfur á hendur stjórnendunum fyrrverandi komu fram eftir að vátryggingartímabilinu lauk og reyndi því á...

Í nýlegum dómi Hæstaréttar var ráðið til lykta ágreiningi EA fjárfestingarfélags ehf. (áður MP banka) og Fjármálaeftirlitsins (FME) um hvaða rétthæð opinbert eftirlitsgjald stofnunarinnar skyldi njóta við slit fyrirtækisins. FME hafði vegna ársins 2012 lagt 11.667.000 króna gjald á EA fjárfestingarfélag ehf. á grundvelli laga...

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska tískuvöruverslun í tveimur málum til að greiða spænskum skóframleiðanda samtals um 18 milljónir króna auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna innkaupa á skóm. Ágreiningur var uppi um réttmæti reikninga og gæði þeirra vara sem hinn spænski framleiðandi hafði afhent. Hörður Helgi...