Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp þann 16. júní s.l. var Isavia sýknað af kröfum Hópbifreiða Kynnisferða um breytingar á samningi félaganna um aðstöðu hópbifreiða við Leifsstöð, sem og kröfum um viðurkenningu á skaðabótaskyldu Isavia vegna meintrar ólögmætrar mismununar og vanefnda á umræddum...

Í dag, 1. júní 2021, eru liðin 50 ár frá því að Garðar Garðarsson, þá nýútskrifaður lögfræðingur, opnaði lögmannsstofu í Keflavík. Frá 1. júní 1971 rak Garðar lögfræðistofuna að mestu einn og óstuddur en í maímánuði 1977 réð hann til sín ungan fulltrúa, Vilhjálm H....

Þann 28. maí 2021 kvað Landsréttur upp dóm í máli sem LBI ehf. höfðaði á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbanka Íslands hf. og enskum vátryggingafélögum (QBE International Insurance Ltd. o.fl.), sem selt höfðu Landsbanka Íslands hf. svokallaða stjórnendatryggingu (Directors‘ & Officers‘ Liability Insurance) á árinu 2008....

Sýn hf. hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu (e. sale and leaseback) á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Viðskiptin munu styrkja efnahagsreikning félagsins og nemur væntur söluhagnaður yfir 6 milljörðum króna. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem er ætlað að tryggja áframhaldandi aðgang félagsins...

Samkvæmt nýlegum dómi Landsréttar taldist fasteign haldin galla þar sem seljendur greindu ekki frá samskiptavanda í fjöleignarhúsinu. Af dóminum og skrifum fræðimanna má ráða að upplýsingar um erfiða nágranna og alvarlegan samskiptavanda eru upplýsingar sem seljanda ber að veita kaupanda við sölu fasteignar.Hildur Ýr Viðarsdóttir...

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar sl. var fallist á kröfu K2 Agency Limited („K2“), umboðsfyrirtækis bandarísku þungarokkhljómsveitarinnar Slayer, á hendur núverandi rekstraraðilum Secret Solstice tónlistarhátíðarinnar, Live Events ehf., Lifandi Viðburðum ehf. og L Events ehf. („L-félögin“), auk eiganda þeirra, vegna eftirstöðva þóknunar Slayer fyrir...

Hlutafjárútboði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. er lokið og verða hlutabréf fyrirtækisins nú tekin til viðskipta í Euronext Growth markaðnum í Osló. Áhugi fjárfesta á útboðinu var verulegur og umframeftirspurn mikil. Því lauk útboðinu fyrr en áætlað var. Viðar Lúðvíksson, Grímur Sigurðsson og Sigurgeir Valsson, lögmenn...