Dómur Hæstaréttar í máli 585/2012 Stilla útgerð ehf., KG fiskverkun ehf. og Guðmundur Kristjánsson gegn Vinnslustöðinni hf.
birt 26. mars 2013
Í dag kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem Stilla útgerð ehf., KG fiskverkun ehf. og Guðmundur Kristjánsson – allt hluthafar í Vinnslustöðinni hf. – höfðuðu gegn Vinnslustöðinni hf. Krafa þeirra var sú að ákvörðun um samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Ufsabergs-Útgerðar ehf. yrði ógilt og féllst dómurinn á kröfuna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um samruna félaganna væri ólögmæt, þar sem Vinnslustöðin hf. hefði með samningi við eigendur Ufsabergs-Útgerðar ehf. sniðgengið reglur hlutafélagalaga um atkvæðagreiðslu á hluthafafundum. Tveir dómarar af fimm skiluðu séráliti og töldu samrunann lögmætan.
Grímur Sigurðsson hrl. á Landslögum flutti málið fyrir hönd Stillu útgerðar ehf., KG fiskverkunar ehf. og Guðmundar Kristjánssonar.