Dómur Hæstaréttar í máli er varðar stjórnendatryggingar Glitnis
birt 15. febrúar 2013
Þann 14. febrúar kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli nr. 390/2012, Glitnir hf. gegn Tryggingamiðstöðinni hf., en þar var fjallað um stjórnendatryggingar Glitnis hjá Tryggingamiðstöðinni. Viðar Lúðvíksson, hrl., gætir hagsmuna Tryggingamiðstöðvarinnar í málum sem varða stjórnendatryggingar sem Glitnir keypti fyrir stjórnendur sína hjá Tryggingamiðstöðinni á árinu 2008. Glitnir höfðaði mál gegn Tryggingamiðstöðinni og krafðist viðurkenningar á rétti Glitnis til að kaupa viðbótartilkynningarfrest við trygginguna. Í dómi sínum féllst Hæstiréttur á rök Tryggingamiðstöðvarinnar og sýknaði Tryggingamiðstöðina í málinu. Glitnir hafði sent fjölmargar tilkynningar um tjónstilvik til Tryggingamiðstöðvarinnar á grundvelli þess að viðbótarverndin væri til staðar. Dóm Hæstaréttar má sjá hér.