Dómur um lögmæti eignarnáms Reykjavíkurborgar
birt 23. október 2015
Þann 15. október sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti Íslands í máli Harðar Jónssonar gegn Reykjavíkurborg. Í málinu var deilt um heimild Reykjavíkurborgar til að taka hluta baklóðar við Laugaveg eignarnámi fyrir kvöð um akstur sem ákveðin hafði verið með deiliskipulagi. Taldi Hæstiréttur hafið yfir vafa að borarstjórn gæti með eignarnámi, á grundvelli skipulagslaga, stofnað slíka kvöð. Með ákvæðum skipulagslaga hefði löggjafinn, til samræmis við áskilnað stjórnarskrárinnar, veitt sveitarstjórnum heimild til eignarnáms þeirra fasteigna innan sveitarfélags sem henni væri nauðsyn á að fá umráð yfir til almannaþarfa vegna framkvæmdar deiliskipulags. Dóm Hæstaréttar er að finna hér.
Ívar Pálsson hrl. og Gróa Björg Baldvinsdóttir hdl. fóru með hagsmuni Reykjavíkurborgar. Landslög veita alhliða lögfræðirágjöf vegna skipulags- og byggingarmála. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).