Fjallað um náttúruhamfaratryggingu
birt 6. nóvember 2023
Jón Gunnar Ásbjörnsson lögmaður var í viðtali á mbl.is þar sem fjallað var um náttúruhamfaratryggingu. Tilefni viðtalsins var hið mögulega eldgos við Svartsengi og þær skemmdir sem slíkt gos gæti valdið á vatnslögnum til húshitunar. Í viðtalinu kemur fram að Jón Gunnar telur líklegt að tjón á lögnum innanhúss við þessar aðstæður falli undir náttúruhamfaratryggingar. Hann segir að lagnir innanhúss falli undir skyldutryggingar þar sem lagnirnar séu hluti af eða fylgifé fasteignarinnar sjálfrar. „Þetta kemur eldgosinu beint við myndi ég segja. Þegar þú ert með hluta sem fellur undir skyldutryggingu sem verður fyrir tjóni vegna atburða sem vátryggt er gegn, eins og eldgosi, þá fæ ég ekki séð að það sé annað en beint tjón sem er vátryggt“, segir Jón Gunnar.