Fyrirvarar og sölukeðjur í fasteignakaupum
birt 7. maí 2024
Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og Sara Bryndís Þórsdóttir lögfræðingur rituðu grein í Viðskiptablaðið þann 1. maí sl. þar sem fjallað er um fyrirvara og sölukeðjur í fasteignakaupum. Í greininni er m.a. farið yfir hvaða þýðingu algengir fyrirvarar í kauptilboðum hafa og bent á að kaupendur og seljendur fasteigna þurfi að gæta sín í þessum efnum. Aðilar að fasteignakaupum ættu ekki að gera fyrirvara í kauptilboði nema þörf krefji enda geta afleiðingar þess að fyrirvari gangi ekki eftir, eða ef láist að tilkynna um að fyrirvari hafi gengið eftir, orðið þær að áform raskist og keðjuverkun eigi sér stað. Greinina má nálgast hér.
Umfjöllunin er sú fyrsta í röð nokkurra greina sem koma til með að birtast í Viðskiptablaðinu á næstu vikum/mánuðum og eiga það allar sameiginlegt að fjalla um mikilvæg atriði og álitamál tengd kaupum og sölum á fasteignum.