Grein um ráðstöfun sakarefnis
birt 20. september 2024
Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur ritað grein í Tímarit lögfræðinga um ráðstöfun sakarefnis samkvæmt 45. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Inntak 45. gr. laganna er nokkuð algengt þrætuepli fyrir dómstólum en hefur þrátt fyrir það ekki orðið viðfangsefni í skrifum íslenskra fræðimanna svo nokkru nemi, ef frá er talin stutt umfjöllun í grundvallarriti Markúsar Sigurbjörnssonar og Kristínar Benediktsdóttur um einkamálaréttarfar. Með greininni er ætlunin að bæta úr því og gera 45. gr. eml. skil með áherslu á skilyrði og réttaráhrif ákvæðisins, með hliðsjón af þeim réttarheimildum sem fyrir liggja um efnið. Tímarit lögfræðinga má nálgast hér.