Gunnar Atli skipaður aðjúnkt við lagadeild HÍ
birt 6. maí 2024
Gunnar Atli Gunnarsson, lögmaður á Landslögum, hefur verið skipaður aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands. Tillaga þess efnis var samþykkt á deildarfundi lagadeildar í síðustu viku og mun hann sinna starfinu samhliða starfi sínu sem lögmaður á Landslögum.
Gunnar Atli hefur undanfarin ár sinnt kennslu við deildina í áföngunum Kröfuréttur I, Kröfuréttur II, Fasteignir og fasteignaréttindi, Fullnustugerðir og Neytendaréttur. Þá hefur hann verið leiðbeinandi nemenda við ritun BA-ritgerða á sviði samningaréttar og við ritun meistararitgerða.
Landslög óska Gunnari Atla innilega til hamingju með áfangann.