Hagar kaupa allt hlutafé Olíuverzlunar Íslands hf.
birt 27. apríl 2017
Þann 26. apríl 2017 undirrituðu Hagar hf. kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) og fasteignafélagsins DGV ehf.
Lögmenn Landslaga, Jóhannes Bjarni Björnsson hrl., Jóna Björk Helgadóttir hrl. og Viðar Lúðvíksson hrl. önnuðust samninga- og skjalagerð og voru lögfræðilegir ráðgjafar Haga hf. vegna kaupanna.
Landslög veita ráðgjöf vegna viðskipta með félög, framkvæma lögfræðilegar áreiðanleikakannanir og annast gerð samrunatilkynninga til Samkeppniseftirlitsins. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga vegna viðskipta með fyrirtæki veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir, faglegur framkvæmdastjóri Landslaga og eigandi í síma 520-2900 eða í gegnum hildur@landslog.is.