Hjólreiðaslysum hefur fjölgað samkvæmt úttekt Landslaga
birt 31. mars 2016
Í Fréttablaðinu í dag er umfjöllun um úttekt Landslaga á hjólreiðaslysum á Íslandi. Hljóðreiðaslysum hefur fjölgað um 400 prósent á síðustu tíu árum samkvæmt tölum sem lögfræðistofan Landslög hefur tekið saman og vann upp úr skýrslum Samgöngustofu um umferðarslys og tölum Landspítalans. Sveinbjörn Claessen lögmaður á Landslögum hefur uppi varnaðarorð til allra sem hjóla um að þeir fari gætilega sem og að þeir gaumgæfi tryggingavernd sína áður en illa fer.
Umfjöllun á Visir.is má sjá hér.
Lögmenn Landslaga eru sérhæfðir í líkamatjónsmálum og uppgjöri við tryggingarfélög. Landslög bjóða einstaklingum að kanna réttarstöðu sína og er fyrsta viðtal án endurgjalds. Unnt er að bóka viðtal í síma 520-2900.