Hörður Helgi með fyrirlestur á UTmessunni
birt 1. febrúar 2017
Hörður Helgi Helgason hdl. lögmaður og eigandi Landslaga mun flytja fyrirlestur undir yfirskriftinni „Opinber innkaup og sérhæfð hugbúnaðarkerfi“ á UTmessunni á föstudaginn næstkomandi, þann 3. febrúar, kl. 10.05 í Eldborgarsal Hörpu. Í fyrirlestrinum mun Hörður Helgi fara yfir hvað opinberir aðilar þurfi að varast þegar þeir kaupa sérhæfð hugbúnaðarkerfi, hvernig hugbúnaðarframleiðendur eigi að selja opinberum aðilum slík kerfi og hvaða hvatar og kraftar þrýsta á kaupanda og seljanda á hverju stigi innkaupaferlisins.
UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum hér á landi og hefur verið haldin árlega frá árinu 2011. Á messuna mæta öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér strauma og stefnur innan tölvuiðnaðarins.
Dagskrá UTmessunnar og frekari fróðleik má finna á www.utmessan.is.