Íslenska ríkið dæmt til að greiða Hópbílaleigunni ehf. 274 milljónir króna í skaðabætur
birt 15. júní 2015
Síðastliðinn föstudag var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Hópbílaleigunnar ehf. og íslenska ríkisins. Í málinu krafði Hópbílaleigan íslenska ríkið um skaðabætur vegna missis hagnaðar sem félagið hefði notið ef ekki hefði komið til ákvörðunar Vegagerðarinnar árið 2005 um að hafna tilboðum félagsins við útboð á áætlunar- og skólaakstri á Suðurlandi og Suðurnesjum. Í dómi héraðsdóms var fallist á málatilbúnað Hópbílaleigunnar og var íslenska ríkið dæmt til að greiða félaginu 275 milljónir króna í skaðabætur. Áður hafði Hæstiréttur Íslands dæmt íslenska ríkið til að greiða félaginu 249 milljónir króna vegna sama útboðs og nema bæturnar því í heildina 524 milljónum króna.
Viðskiptablaðið fjallaði um málið á vefsíðu sinni, vb.is.
Jóhannes Karl Sveinsson hrl. fluttir málið fyrir hönd Hópbílaleigunnar. Landslög veita lögfræðirágjöf á sviði útboðs- og verktakaréttar. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).