Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu DekaBank
birt 17. maí 2013
Þýski bankinn D höfðaði mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist greiðslu 53 milljarða í skaðabætur. Byggði bankinn kröfur sínar á því að fjártjón sem hann hafði orðið fyrir vegna láns til Glitnis á fyrri hluta árs 2008 væri að rekja til saknæmrar og ólögmætrar háttsemi af hálfu stjórnvalda og löggjafans sem ríkið bæri ábyrgð á og ýmist fælust í beinum athöfnum eða aðgerðarleysi ríkisins fyrir, við og eftir fall bankanna haustið 2008.
Hæstiréttur hafnaði því að saknæm og ólögmæt háttsemi af hálfu ríkisins hefði verið meðverkandi ástæða tjóns bankans vegna viðskipta hans við Glitni og var ríkið sýknað af skaðabótakröfu bankans.
Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður á Landslögum flutti málið fyrir hönd ríkisins ásamt ríkislögmanni.