Jóhannes Karl Sveinsson hrl. formaður starfshóps um endurskoðun laga opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi
birt 24. ágúst 2017
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er það verkefni að endurskoða lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæði annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, tengist þau eftirliti með markaðnum. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var skipaður formaður nefndarinnar.
Markmið verkefnisins er að setja fram með skýrari hætti í lögum hvert sé hlutverk, staða og verkefni Fjármálaeftirlitsins. Nefndin mun í því sambandi m.a. rannsaka niðurstöður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá sl. vori þar sem fjallað er um nauðsyn þess að efla eftirlit á fjármálamarkaði hér á landi og að skipulag eftirlits markaðarins verði tekið til gagngerrar endurskoðunar, eins og fram kemur í frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 24. ágúst.
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er það verkefni að endurskoða lög nr. 87/1998 um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, lög nr. 99/1999 um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi auk ákvæði annarra laga um fjármálamarkaði eða fjármálafyrirtæki, tengist þau eftirliti með markaðnum. Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður var skipaður formaður nefndarinnar.
Markmið verkefnisins er að setja fram með skýrari hætti í lögum hvert sé hlutverk, staða og verkefni Fjármálaeftirlitsins. Nefndin mun í því sambandi m.a. rannsaka niðurstöður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá sl. vori þar sem fjallað er um nauðsyn þess að efla eftirlit á fjármálamarkaði hér á landi og að skipulag eftirlits markaðarins verði tekið til gagngerrar endurskoðunar, eins og fram kemur í tilkynningu í frétt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins 24. ágúst.
Starfshópnum er falið að vinna drög að lagafrumvarpi, ásamt skilagrein, og leggja fyrir ráðherra eigi síðar en 15. desember nk.
Landslög veita alhliða lögfræðiráðgjöf og málflutning. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hrl. (hildur@landslog.is).