Kaup Haga á Eldum rétt samþykkt
birt 18. október 2022
Með ákvörðun sinni 17. október 2022 samþykkti Samkeppniseftirlitið að kaup Haga hf. á öllu hlutafé í Eldum rétt, mættu ná fram að ganga. Í ljósi sterkrar stöðu Haga á dagvörumarkaði og umfangs Eldum rétt í sölu á matarpökkum voru viðskiptin tekin til ítarlegrar rannsóknar á grundvelli samrunareglna samkeppnislaga. Eftir nánari rannsókn Samkeppniseftirlitsins á andmælum samrunaaðila, sjónarmiðum markaðsaðila og atvikum öllum, hvarf Samkeppniseftirlitið frá því frummati sínu að samruninn hefði skaðleg áhrif á samkeppni og komst að þeirri niðurstöðu að heimila bæri viðskiptin án íhlutunar.
Jóna Björk Helgadóttir lögmaður annaðist samrunatilkynningu og gætti hagsmuna samrunaaðila gagnvart Samkeppniseftirlitinu.
Nánari umfjöllun er að finna í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 23/2022.