Kynferðisleg áreitni eða ofbeldi – grein eftir Unni Lilju Hermannsdóttur
birt 20. febrúar 2023
Unnur Lilja Hermannsdóttir lögmaður ritaði grein í Viðskiptablaðið þann 16. febrúar sl. þar sem hún fjallar um skyldu atvinnurekenda til að grípa inn í, ef upp koma tilvik er varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða ofbeldi á vinnustað. Atvinnurekanda beri að skoða málið út frá vinnuverndarsjónarmiðum, þ.e. að kanna og meta hvort kynferðisleg áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað, út frá þeim skilgreiningum sem eru í reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn slíkri háttsemi á vinnustöðum en ekki taka afstöðu til þess hvort um brot gegn almennum hegningarlögum eða öðrum refsiákvæðum hafi verið að ræða. Í greininni er m.a. bent á að mikilvægt sé að bregðast hratt við og gæta að vinnuaðstæðum á meðan á meðferð málanna stendur. Greinina má lesa hér.