Landslög ráðgjafar ríkisins í samningum við fjármálafyrirtæki um uppgjör
birt 22. janúar 2016
Landslög voru ráðgjafar ríkisins í samningum þess við fjármálafyrirtæki um uppgjör vegna höfuðstólsleiðréttingar fasteignaveðlána. Nýlega lauk lokauppgjöri milli ríkissjóðs og fjármálafyrirtækja vegna höfuðstólsleiðréttingarinnar. Jóhannes Bjarni Björnsson lögmaður hjá Landslögum sat í samninganefnd ríkisins og stýrði skjalagerð vegna samninganna. Einnig gætti hann hagsmuna ríkisins í tengslum við uppgjör þeirra. Sjá nánar hér.
Á Landslögum starfa sérfræðingar sviði samninga- og fjármunaréttar með mikla og farsæla reynslu, m.a. við umfangsmikla samningagerð. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl., hildur@landslog.is.