Landslög styrkja lið Íslands í norrænu málflutningskeppninni

birt 17. júní 2013


Norræna málflutningskeppnin fór fram í Osló helgina 14. – 16. júní 2013 og keppti 6 manna lið, skipað meistaranemum í lögfræði við Háskóla Íslands, fyrir Íslands hönd í keppninni. Í keppninni er fjallað um ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og taka tólf lið lagadeilda háskóla af öllum Norðurlöndum þátt.

Landslög hafa í gegnum árin styrkt íslenska þátttakendur til keppni í norrænu málflutningskeppninni og eru stoltir stuðningsaðilar þessa glæsilega liðs, en það skipa: Oddur Ástráðsson, Anna Rut Kristjánsdóttir, Steinlaug Högnadóttir, Hildur Helga Kristinsdóttir, Soffía Dóra Jóhannsdóttir og Snædís Björt Agnarsdóttir