Landslög veittu Fjarskiptum hf. (Vodafone) ráðgjöf við kaup á eignum 365 miðla hf.
birt 14. mars 2017
Fjarskipti hf. (Vodafone) og 365 miðlar rituðu undir samning þann 14. mars 2017 um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins. Hinar keyptu eignir eru meðal annars fjarskipta-, sjónvarps- og útvarpsrekstur 365 miðla auk vefmiðilsins Vísis. Helstu sjónvarpsstöðvar eru Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 og Bíórásin, en helstu útvarpsstöðvar eru Bylgjan, FM957 og X-ið. Fréttastofa 365 miðla hf., að undanskilinni ritstjórn og rekstri Fréttablaðsins, er hluti hins keypta. Viðar Lúðvíksson, hrl., einn af eigendum Landslaga, veitti Fjarskiptum hf. ráðgjöf við viðskiptin. Hann stýrði lögfræðilegri áreiðanleikakönnun á 365 miðlum hf. og veitti Fjarskiptum hf. aðstoð og ráðgjöf við gerð kaupsamnings og annarra skjala í tengslum við viðskiptin.
Hér má sjá tilkynningu Fjarskipta hf. um viðskiptin til Kauphallar.
Landslög veita alhliða lögfræðiráðgjöf, m.a. á sviði fyrirtækjalögfræði, samningagerðar, áreiðanleikakannana o.fl. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).
On 14 March 2017 Fjarskipti hf. (Vodafone Iceland) and 365 miðlar hf. signed an agreement on Fjarskipti‘s purchase of all assets and operations from 365 miðlar hf., save for the publication of the newspaper Fréttablaðið. Among the purchased assets and operations are all telecom, Internet, TV and radio broadcasting operations (including the television stations Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 3 and Bíórásin, and the radio stations Bylgjan, FM957 og X-ið) and the news and sports website visir.is. Viðar Lúðvíksson, partner at Landslög, supervised the legal due diligence review on 365 miðlar hf. and advised Fjarskipti on the purchase agreement and other relevant documents pertaining to the transaction.
Landslög Law Offices provides legal advice in all areas of Corporate Law and M&A. For further information please contact Hildur Yr Vidarsdottir, District Court Attorney and Partner at Landslög (hildur@landslog.is).