Landslög veittu Sýn hf. ráðgjöf við sölu og endurleigu óvirkra farsímainnviða
birt 1. apríl 2021
Sýn hf. hefur undirritað samninga við erlenda fjárfesta um sölu og endurleigu (e. sale and leaseback) á óvirkum farsímainnviðum félagsins. Viðskiptin munu styrkja efnahagsreikning félagsins og nemur væntur söluhagnaður yfir 6 milljörðum króna. Samhliða var gerður langtímaleigusamningur, sem er ætlað að tryggja áframhaldandi aðgang félagsins að hinum óvirku farsímainnviðum. Allur virkur farsímabúnaður verður áfram í eigu Sýnar hf. Samningarnir eru gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, auk annarra hefðbundinna fyrirvara um viðskipti af þessum toga.
Viðar Lúðvíksson veitti Sýn hf. lögfræðilega ráðgjöf við gerð samninganna og Jóna Björk Helgadóttir veitti Sýn hf. ráðgjöf varðandi samkeppnisréttarlega þætti þeirra.
Sjá nánar hér.