Lið Landslaga tekur þátt í WOW CYCLOTHON
birt 23. júní 2014
Nokkrir starfsmenn Landslaga og vinir ætla að taka þátt í WOW CYCLOTHON dagana 24. – 27. júní. WOW CYCLOTHON er alþjóðleg hjólreiðakeppni þar sem hjólað er hringinn í kringum Ísland.
Lið Landslaga tekur þátt í B-flokki í keppninni og munu 10 liðsmenn skiptast á að hjóla 1.332 km á innan við 72 klukkustundum.
Eitt af aðalmarkmiðum keppninnar er að safna fé fyrir bæklunarskurðdeild Landspítala og leggur lið Landslaga mikið uppúr því að standa sig sem best í þessum þætti keppninnar.
Hægt er að styrkja liðið með upphæð að eigin vali, annað hvort með því að senda sms, með millifærslu eða greiða með greiðslukorti á vefnum. Nánari upplýsingar um áheit og lið Landslaga er að finna hér: http://www.wowcyclothon.is/keppnin/keppandi?cid=2432
Á meðan á keppninni stendur verður hægt að fylgjast með gengi liðanna á: http://wowcylothon.arctictrack.is/