Lögbann lagt við gjaldtöku á Geysissvæðinu
birt 14. apríl 2014
Héraðsdómur Suðurlands féllst í dag á að lagt yrði lögbann gegn innheimtu gjalds hjá gestum Geysissvæðisins sem innheimt hafði verið af hálfu einkahlutafélags í eigu hluta landeigenda á svæðinu. Lögbannskrafan var sett fram af hálfu fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins sem á hluta svæðisins. Ívar Pálsson, eigandi á Landslögum og hæstaréttarlögmaður, gætti hagsmuna íslenska ríkisins í málinu. Úrskurðinum kann að verða áfrýjað til Hæstaréttar. Fréttavefur RÚV greinir frá málinu.
Landslög veita þjónustu og annast málflutning fyrir opinbera aðila á vegum ríkis og sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Áslaug Árnadóttir, framkvæmdastjóri og eigandi á Landslögum (aslaug@landslog.is eða í síma 520-2900).The Sudurland District Court today ordered an injunction which in effect puts a temporary halt to a disputed entrance-fee collection at the Geysir area by an entitiy related to some of the relevant land owners. A claim for the injunction was set forth by Iceland’s Finance Minister on behalf of the Icelandic state which owns parts of Geysir area land. Ivar Palsson, owner at Landslög and Supreme Court Attorney represented the Icelandic State in the case. The order may yet be appealed to Iceland’s Supreme Court. Landslög provide services to both public bodies and private companies. Managing Partner at Landslog (aslaug@landslog.is, tel. +354 520-2900) provides any further information on Landslog‘s services.