Magnús og Gunnar Atli nýir eigendur
birt 28. mars 2025
Lögmennirnir Magnús Ingvar Magnússon og Gunnar Atli Gunnarsson hafa gengið til liðs við eigendahóp Landslaga.
Magnús útskrifaðist frá lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2017 og hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður sama ár. Magnús hóf störf sem lögmaður á Landslögum árið 2018 og hlaut málflutningsréttindi fyrir Landsrétti á árinu 2024. Magnús sérhæfir sig á sviði verktaka- og útboðsréttar, gjaldþrotaskipta og málflutnings. Þá hefur Magnús umsjón með kennslu í verktakarétti við Háskólann í Reykjavík.
Gunnar Atli lauk meistaraprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2015. Hann öðlaðist réttindi til að flytja mál fyrir héraðsdómi 2017 og útskrifaðist með LL.M gráðu frá University of California, Berkeley, í desember 2021. Hann hefur sinnt kennslu við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2021 og var skipaður aðjúnkt við deildina árið 2024. Gunnar Atli starfaði áður sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og sem aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands.