Málstofa um gervigreind og persónuvernd
birt 20. september 2024
Þriðjudaginn 29. október 2024 stendur Háskólinn í Reykjavík, í samvinnu við Staðláráð, fyrir málstofu á sviði persónuverndarréttar um gervigreind og áhrif hennar á vernd persónuupplýsinga og upplýsingaöryggi. Fjölmargir sérfræðingar taka þátt í málstofunni, þar á meðal er Hörður Helgi Helgason lögmaður á Landslögum og sérfræðingur í persónurétti. Í erindi Harðar Helga verður fjallað um gervigreindarreglugerð ESB og þær áskoranir sem þróun, innleiðing og notkun gervigreindar skapar gagnvart persónuverndarlöggjöfinni. Unnt er að skrá sig á málstofuna hér.