Nauðsyn samþykkis foreldra við birtingu mynda af börnum á Facebook

birt 24. janúar 2014

Samhliða örri tækniþróun vakna reglulega nýjar spurningar um rétt fólks til að njóta friðhelgi einkalífs. Hvenær má safna upplýsingum um fólk, hvaða upplýsingar má nýta og hvaða upplýsingar birta. Fjölmörg álitaefni eru uppi varðandi birtingu efnis á Facebook. Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 fjallaði nýverið um birtingu mynda af börnum á Facebook en í fréttinni var talað við Hörð Helga Helgason, héraðsdómslögmann og einn eigenda Landslaga, sem í tæpt ár hefur gegnt stöðu forstjóra Persónuverndar á grundvelli tímabundinnar skipunar. Í fréttinni kemur fram að aðeins í fáum undantekningartilfellum er heimilt að birta myndir af börnum án samþykkis forráðamanna.  Fréttina má finna hér á vef Vísis. Hörður Helgi mun snúa aftur til starfa sinna á Landslögum þann 1. apríl er skipun hans sem forstjóra rennur út.

Landslög hafa í mörgum málum tekið að sér að gæta hagsmuna fólks sem telur að brotið hafi verið gegn friðhelgi þess með ummælum, myndbirtingum eða annars konar vinnslu persónuupplýsinga um það. Til að unnt sé að takmarka tjón og grípa inn í skaðlega atburðarás er þýðingarmikið að fólk og fyrirtæki kanni tafarlaust réttarstöðu sína og möguleg úrræði.

Fyrir nánari upplýsingar um úrræði, réttarstöðu og þjónustu Landslaga við einstaklinga og fyrirtæki vegna mála sem tengjast brotum gegn friðhelgi einkalífs vinsamlegast hafið samband við Áslaugu Árnadóttur, framkvæmdastjóra og eiganda Landslaga, aslaug@landslog.is eða í síma 520-2900.