Nýárskveðja Landslaga
birt 4. janúar 2023
Landslög óska viðskiptavinum sínum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samstarfið á liðnu ári.
Árið hefur verið viðburðaríkt hjá okkur á Landslögum.
Á persónulegum nótum hefur starfsfólk nært andann með hinum ýmsu uppákomum sem tengdust t.a.m. golf- og sundiðkun, veiðiferðum, hljóðfæraleik og bóklestri. Vikulegt jóga er á sínum stað. Þá hefur fjölgað mikið í afkomendahóp starfsfólks, sem er alltaf sérstakt gæfu- og gleðiefni.
En eitthvað var líka að gera á skrifstofunni. Sumir hafa gaman af tölfræði. Árið 2022 fluttu lögmenn Landslaga 117 mál fyrir dómstólum eða um þrjú mál í viku þann tíma ársins sem dómstólar starfa. Þar af voru 53 mál flutt í Landsrétti og því komu lögmenn Landslaga að um 8% af dómum Landsréttar. Lögmenn hjá okkur fluttu 18% af munnlega fluttum einkamálum í Hæstarétti eftir því sem næst verður komist.
Þótt málflutningsskikkjurnar okkar og raddböndin hafi verið vel nýtt í dómssölum landsins þá eru önnur verkefni enn viðameiri þegar árið er gert upp. Þar bar hæst á árinu ráðgjöf við kaup og sölu fyrirtækja, ýmiss konar ráðgjöf fyrir sveitarfélög, ríkið og stofnanir og rekstur mála fyrir úrskurðarnefndum og gerðardómum þar sem mál sem tengjast stórum verkframkvæmdum eru fyrirferðarmikil.
Landslög horfa bjartsýn fram á veg og óska ykkur öllum gæfuríks nýs árs.