Ráðgjöf við hlutafjárhækkun AGR Dynamics ehf.
birt 1. júlí 2021
Hugbúnaðarfyrirtækið AGR Dynamics, sem hefur þróað hugbúnað sem gerir söluspár fyrir heild- og smásala, réðist nýverið í hlutafjárhækkun til að efla sölu- og markaðsmál félagsins og kosta þróun á skýjalausn fyrir hugbúnað félagsins. Samhliða hlutafjárhækkuninni seldu tveir af stærstu hluthöfum félagsins, Frumtak og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, hluti sína í félaginu.
Með viðskiptunum hefur framtakssjóður á vegum VEX eignast um 40 prósenta hlut í félaginu. Sjóðurinn tók þátt í 650 milljóna króna hlutafjáraukningu félagsins – en það gerðu aðrir stórir hluthafar AGR Dynamics einnig – auk þess sem sjóðurinn keypti hluti Frumtaks og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
Lögmenn Landslaga veittu AGR Dynamics ráðgjöf í tengslum við viðskiptin og hafði Grímur Sigurðsson umsjón með verkefninu.