Ráðgjöf við sölu Vaka
birt 27. október 2016
Bandaríska fyrirtækið Pentair Aquatic Eco Systems Ltd. hefur fest kaup á öllu hlutafé í íslenska hátæknifyrirtækinu Vaka fiskeldiskerfi. Landslög veittu Vaka lögfræðilega ráðgjöf í samningsumleitunum við Pentair, meðal annars við gerð kaupsamnings og í samskiptum við stjórnvöld vegna sölunnar.
Vaki hefur verið leiðandi í vöruþróun í fiskeldi á heimsvísu og hefur hlotið fyrir það bæði Nýsköpunarverðlaun Útflutningsráðs og Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Alls starfa 28 manns hjá fyrirtækinu hér á landi en þar að auki starfa 22 hjá dótturfélögum fyrirtækisins í Chile, Noregi og í Skotlandi. Velta Vaka stefnir í 1.300 milljónir á þessu ári en um 90% umsvifa fyrirtækisins eru á erlendum mörkuðum.
Landslög veita alhliða lögfræðiráðgjöf, meðal annars ráðgjöf við kaup eða sölu fyrirtækja. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).