Rætt við Hildi Ýri Viðarsdóttur hdl. um umsýslugjald við fasteignakaup
birt 17. mars 2016
Í Fréttablaðinu í dag er umfjöllun um umsýslugjald sem fasteignasalar innheimta af kaupendum við fasteignakaup. Við ritun greinarinnar var leitað til Hildar Ýrar Viðarsdóttur héraðsdómslögmanns hjá Landslögum sem upplýsti að það hafi orðið of algengt fasteignasalar rukkuðu umsýslugjald af kaupendum fasteigna án þess að hafa heimild fyrir því. Einhverjir höfðu þetta í smáa letrinu í kauptilboði, sem er í raun ósanngjarnt því kaupandi vill kaupa eign og hún er bara til sölu á tiltekinni fasteignasölu eða -sölum og hann getur ekki snúið sér annað. Skerpt hafi verið á þessum reglum í nýjum lögum um sölu fasteigna og skipa.
Greinina má finna hér í rafrænni útgáfu.
Landslög veita alhliða lögfræðirágjöf. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).