Rafræn skilríki öruggari en veflyklar
birt 19. apríl 2015
Ýmsar leiðir eru farnar til að einstaklingar og lögaðilar geti auðkennt sig á netinu. Umtalsverð þróun hefur orðið á þessu sviði og með betri tækni eiga slíkar auðkenningar að teljast öruggari en áður. Þannig eru rafræn skilríki öruggari en veflyklar sem eru útbreiddir. Fjallað var um þetta málefni í þættinum Samfélaginu á RÚV og rætt við Hörð Helga Helgason, héraðsdómslögmann og meðeiganda á Landslögum. Umfjöllunina og upptöku af viðtali við hann má finna hér.
Landslög veita sérhæfða ráðgjöf og gæta hagsmuna fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni og persónuverndar. Nánari upplýsingar veitir Hörður Helgi Helgason (hhh@landslog.is).