birt 22. apríl 2015
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í liðinni viku á kröfu konu um að viðurkenndur yrði réttur hennar til bóta frá Sjúkratryggingum Íslands vegna tjóns sem hún varð fyrir við fæðingu (sjá umfjöllun RÚV hér). Konan varð fyrir miklum skaða í fæðingunni þegar klyptarsambryskja hennar rofnaði. Sjúkratryggingar Íslands höfðu áður hafnað bótaskyldu og úrskurðarnefnd almannatrygginga hafði enn fremur staðfest þá afgreiðslu málsins með úrskurði. Konan fól Landslögum að höfða fyrir hennar hönd mál fyrir hérðasdómi um að úrskurðinn yrði felldur úr gildi þar sem hún ætti rétt til bóta á grundvelli laga um sjúklingatryggingu.
Sjúkratryggingar Íslands byggðu afstöðu sína á því að lög um sjúklingatryggingu nr. 111/2000 gætu einungis náð til tilvika þar sem ekki væri staðið rétt að „fæðingarhjálp“, til dæmis ef sérstök ástæða væri til að grípa inn í fæðingu á einhvern hátt en það látið ógert. Úrskurðarnefnd almannatrygginga hafði hins vegar talið lögin ná yfir fæðingarhjálp en að ekki væri sýnt fram á orsakatengsl á milli tjóns konunnar og þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hún hefði notið.
Héraðsdómur sem skipaður var auk dómara tveimur sérfróðum meðdómendum féllst á kröfur konunnar. Dómurinn taldi lög um sjúklingsatryggingu ná yfir atvikið og að hún ætti rétt til bóta samkvæmt 3. og 4. tölulið 2. gr. laganna. Fram kom í dómnum að þegar tekin er afstaða til þess hvort tjón konunnar falli undir gildissvið laganna þurfi ekki að taka afstöðu til þess hvort þau taki til allra kvenna sem fæða börn með hefðbundinni fæðingu heldur einungis til aðstöðu konunnar, þ.e. konu sem væri að fara í fæðingu en hefði áður eignast barn með keisaraskurði.
Þá vekur athygli í úrlausn héraðsdóms að á það er bent að Sjúkratryggingar Íslands virðast fallast á það að fæðing með keisaraskurði sé sjúkdómsmeðferð sem heyri undir lögin en það geri hefðbundin fæðing ekki. Dómurinn telur þversögn fólgna í þeirri afstöðu sem birtist í því að kona í sömu stöðu og stefnandi (sem áður hefði fætt með keisaraskurði) sem leitaði á sjúkrahús til að fæða barn nyti verndar sjúklingatryggingalaganna ef hún gengist undir keisaraskurð en ekki ef hún færi í hefðbundna fæðingu um fæðingarveg. Telur dómurinn að ekki verði unað við aðra túlkun en að í slíkum tilfellum skuli fæðing, hvor leiðin sem valin er, talin falla undir gildissvið sjúklingatryggingalaganna.
„Dómur héraðsdóms varpar mikilvægu ljósi á hvernig túlka beri lög um sjúklingatryggingu og víkkar út þá túlkun sem Sjúkratryggingum Íslands ber að beita við mat á því hvort konur í sömu stöðu og umbjóðandi Landslaga eigi rétt til bóta vegna tjóns sem þær verða fyrir við fæðingu barns. Málið undirstrikar mikilvægi þess að konur kanni réttarstöðu sína og hugsanlegan bótarétt ef þær verða fyrir tjóni í tengslum við fæðingu barns.“ segir Hildur Ýr Viðarsdóttir, héraðsdómslögmaður og meðeigandi á Landslögum sem flutti málið fyrir hönd konunnar.
Landslög veita sérhæfða ráðgöf og gæta hagsmuna einstaklinga við hafa orðið fyrir tjóni. Fyrsta viðtal til að ræða réttarstöðu er fólki að kostnaðarlausu. Nánari upplýsingar veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir, héraðsdómslögmaður og meðeigandi á Landslögum á netfangið hildur@landslog.is eða í síma 520-2900.
Last week the Reykjavik District Court accepted a woman‘s claim and agreed that she was entitled to compensation from the Icelandic Health Insurance (IHE) for severe damage suffered in labor when she gave birth at a hospital. The woman endured a severe pain and suffered physical damage (damage to symphysis pubica). The IHE had rejected any responsibility for damages and the Social Security Ruling Committee had affirmed its decision. The woman asked Landslog to file a case requiring the court to annul the order of the Social Security Ruling Committee on the grounds that she was entitled to compensation for her damages.
The IHE had based its position on the institution‘s understanding of the Act on Patient Insurance No. 1111/2000 and maintained that it only covered cases when some thing was wrong with the labor assistance, for instance in cases where there was lack of intervention when needed. On the other hand The Social Security Ruling Committee had considered the woman´s case to fall under the scope of the said law but stated that causation between the handling by public health officials and the damage had not been proven
The District Court, which consisted of a single judge and two appointed specialists accepted the woman‘s claims. It concluded that the Act on Patient Insurance No. 111/2000 covered the instance entitling the woman to compensation. The court noted when determining the case it did not have to answer the question of whether all instances of labor should be covered by the law thereby limiting its result to woman‘s circumstances e.g. a woman who has previously had a caesarian about to give birth to second baby.
It is also worth noting that the court draws the attention to the fact that the Icelandic Health Insurance seems to agree that a caesarian is to be considered a treatment in the context of Act No 111/2000 albeit a traditional normal birth should not. The court finds this approach to be contradictory and to result in situation whereby a woman (such as the plaintiff having had a caesarian) is covered by the Act on Patient Insurance when undergoing caesarian but not having a vaginal delivery. The court found it unacceptable to interpret the law in any other way that a woman under such circumstances should be covered under both option and therefore eliminating putting health employees of having to advice women which option to take with only one of them being covered by the law.
The case sheds an important light on how Act No. 111/2000 is to be interpreted when mothers giving birth having previously given birth by a caesarian. The case underscores the need for women to enquire their legal position when having suffered damage as a result of giving birth.
Landslög provide specialized consulting in tort cases and a first interview (by meeting or phone) is free of charge. For further information please contact Hildur Yr Vidarsdottir, District Court Attorney and partner at Landslog though +354-520-2900 or hildur@landslog.is.