Samruni Fagkaupa og Jóhanns Ólafssonar & Co. samþykktur
birt 17. febrúar 2025
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Fagkaupa ehf. á Jóhanni Ólafssyni & Co ehf. en bæði félögin hafa um árabil starfað á markaði fyrir lýsingarbúnað og perur. Í ljósi stöðu sameinaðs félags á tilteknum undirmörkuðum þess markaðar var samruninn tekinn til ítarlegrar rannsóknar á grundvelli samrunareglna samkeppnislaga. Samruninn var samþykktur með undirritun sáttar milli samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins 12. febrúar sl.
Jóna Björk Helgadóttir lögmaður á Landslögum annaðist samrunatilkynningu f.h. Fagkaupa og gætti hagsmuna aðila í málinu við meðferð Samkeppniseftirlitsins.