Stofnun rannsóknaseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi
birt 15. apríl 2025
Rannsóknasetur um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi verður formlega stofnað þann 15. apríl 2025, á 95 ára afmælisdegi frú Vigdísar Finnbogadóttur. Rannsóknasetrið mun meðal annars styðjast við rannsóknir til að finna leiðir til að loka kynjabilinu, styðja við rannsóknir á sviði jafnréttis á vinnumarkaði, rýna í hvata og stuðningskerfi sem eru líkleg til að auka fjárfestingavilja kvenna og rannsaka áhrif gervigreindar á vinnumarkað og ráðningaferli. Viðar Lúðvíksson, lögmaður hjá Landslögum, situr í stjórn rannsóknasetursins.