Úrskurður um tæmingu Árbæjarlóns ógiltur
birt 6. febrúar 2024
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm í máli sem rekið var um lögmæti úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í úrskurðinum komst nefndin að þeirri niðurstöðu að tæming Árbæjarlóns hefði verið ólögmæt. Fyrir dómi krafðist Orkuveita Reykjavíkur þess að úrskurðurinn yrði ógiltur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Orkuveitu Reykjavíkur og ógilti úrskurð úrskurðarnefndarinnar. Í forsendum dómsins kemur fram að einstaklingurinn sem leitaði til úrskurðarnefndarinnar hefði ekki haft lögvarða hagsmuni af úrslitum málsins. Þar af leiðandi hafi hann skort kæruaðild fyrir úrskurðarnefndinni og úrskurðurinn ógiltur af þeim sökum.
Magnús Ingvar Magnússon lögmaður á Landslögum flutti málið fyrir hönd Orkuveitu Reykjavíkur.