Verðtryggð lán – kafla lokið

birt 26. nóvember 2015

Í dag féll dómur í Hæstarétti þar sem staðfest var að verðtryggð lán Íbúðalánasjóðs haldi gildi sínu. Deilt hefur verið um hvort lántakendur hafi fengið nægjanlegar upplýsingar um það hvernig verðtrygging virkar og hvort hún sé yfir höfuð lögmæt með tilliti til laga um neytendavernd og tilskipanir á sviði Evrópuréttar.

Dómurinn í dag eyðir óvissu um þetta, en fyrr á árinu gekk annar dómur í máli Íslandsbanka gegn lántakanda þar sem reyndi á svipuð atriði. Lögmenn Landslaga, Áslaug Árnadóttir og Jóhannes Karl Sveinsson, gættu hagsmuna Íslandsbanka og Íbúðalánasjóðs í báðum málunum fyrir dómstólum á Íslandi og fyrir EFTA-dómstólnum. Landslög líta á það sem viðurkenningu fyrir stofuna að vera treyst til að flytja mikilvæg og vandasöm mál á borð við þessi fyrir dómstólum.

Landslög veita alhliða lögfræðirágjöf meðal annars á sviði samninga- og fjármunaréttar. Nánari upplýsingar um þjónustu Landslaga veitir Hildur Ýr Viðarsdóttir hdl. (hildur@landslog.is).